BLÁA HÖNDIN

Á Íslandi eru boð og bönn

lög eru sett á allt og alla,

fólkið fyrir það líður önn

máttur frelsis er farinn að falla.

Eftir margra ára kvöl

hefur alþýðan fengið nóg,

Davíð og hanns stjórnar böl

gengur um með lygi og róg.

Hvað er fyrir fólkið gert?

það er kúgað daga og nætur,

kúgunin er bara hert og hert

að endingu undan það lætur.

Hvað hann hangir lengi

með harðstjórans óstjórn,

það væri gaman ef lágstéttin fengi

allt sem hún á þótt það kosti fórn.

Lýðræðis kjaftæði alla daga

sljóvgar hugsanir okkar,

frelsi okkar er gömul saga

því harðstjórinn neitar lífið að laga..

Við verðum að rísa upp gegn valdi

sem er að drepa okkar stétt,

verkamaður er í haldi

gjaldþrot hans er ekki frétt.

18/7-1995 og 11/2-2001

Tóti Ripper

Smá til að starta mínum hugarburðum....

Ripperinn


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband